Gluggafilma

Allar sandblástursfilmurnar hjá okkur eru sérprentaðar /skornar. Þannig að viðskiptavinurinn kemur með stíft mál af glugganum sem filman á að fara á, gefur Krums einhverja hugmynd að þeim stíl sem hann vill fá skorið, eða prentað, á filmuna og við komum með tillögur að útliti. Þetta er gert því enginn gluggi er eins, enginn viðskiptavinur hefur sama smekk og við viljum bjóða upp á sérstaka vöru fyrir hvern og einn.

Hér er um frábæra leið til að að hindra sýn inn í hýbíli fólks en leyfir birtunni hins vegar að njóta sín þannig að það sést ekki í gegnum gluggann.

Krums getur skorið út hvaða mynstur sem er og einnig prentað litmyndir á filmunarnar. Mjög nákvæmir skurðahnífar sjá til þess að allt munstur er skorið út að mikilli nákvæmni.
Stærðin á þessum filmum takmarkast við 120cm á breiddina en lengdin er valfrjáls. Þegar prentað er á sandblástursfilmur er notast við hágæða digital prentara sem skilar myndum mjög skýrum.

Mjög einfalt er að setja upp sandblástursfilmurnar, það er gert með sápuvatni og er hægt að finna leiðbeiningar um uppsetningu hér.
Verð fer eftir stærð og umfangi hverrar filmu, sendið inn málin og fáið verð í ykkar filmu. 


Sale

Unavailable

Sold Out