Ilmkerti & Vax
Krums eigin ilmkertalína. Handgerð Sojakerti og vaxkubbar úr soyavaxi með hágæða ilmolíum.
Kertin eru í fallegum glerglösum sem hægt er að nýta aftur og aftur undir allskonar smáhluti. Með réttri brennslu geta kertin dugað í allt að 80 klukkutíma.
Til að ná hámarks nýtingu sojakertisins:
- Soyavaxið gufar allt upp úr glasinu og til að ná hámarks nýtingu á kertinu er best að láta vaxið bráðna alveg út í glasbrún við fyrstu notkun.
- Ekki skal hafa kveikt á kertinu meira en 3 klukkustundir í einu.
- Styttið reglulega kveikinn til að halda kertinu reyklausu og í bestu skilyrðum.
Vaxkubbarnir eru í passlegri stærð fyrir keramikbrennara (pot purre). Ilmurinn í vaxkubbunum endist ótrúlega vel.
- Athugið að vaxið í þeim gufar ekki upp og því er best að skipta um vax þegar það er kalt og harnað.
- Þegar þú ert hætt að finna ilminn af vexinu þegar það er slökkt undir er kominn tími til að skipta um vaxkubb.
Ilmvörur Krums er einnig hægt að versla í versluninni Jöklu, Laugavegi 90 Reykjavík og Garðarshólma, Garðarsbraut 15. Húsavík