Sérpantanir

Hér eru sérpantanir viðskiptavina afgreiddar. 
T.d. vegglímmiðar, gluggafilmur, skilti o.fl.
Vinsamleg sendið inn fyrirspurn vegna sérpantana á netfangið bykrums@mail.com

Sérpantanir:
Sandblástursfilma: - Allar sandblásturifilmurnar hjá okkur eru sérprentaðar /skornar. Þannig að viðskiptavinurinn sendir inn stíft mál af glugganum sem filman á að fara á, gefur Krums einhverja hugmynd að þeim stíl sem hann vill fá skorið, eða prentað, á filmuna og við komum með tillögur að útliti. Þetta er gert því enginn gluggi er eins, enginn viðskiptavinur hefur sama smekk og við viljum bjóða upp á sérstaka vöru fyrir hvern og einn. Hér er um frábæra leið til að að hindra sýn inn í hýbíli fólks en leyfir birtunni hins vegar að njóta sín þannig að það sést ekki í gegnum gluggann. Krums getur skorið út nánast hvaða mynstur sem er og einnig prentað litmyndir á filmunarnar. Mjög nákvæmir skurðahnífar sjá til þess að allt munstur er skorið út að mikilli nákvæmni. Stærðin á þessum filmum takmarkast við 120cm á breiddina en lengdin er valfrjáls. Þegar prentað er á sandblástursfilmur er notast við hágæða digital prentara sem skilar myndum mjög skýrum. Mjög einfalt er að setja upp sandblástursfilmurnar, það er gert með sápuvatni og er hægt að finna leiðbeiningar um uppsetningu á netinu. Verð á filmunni fer að sjálfsögðu eftir stærð og umfangi skurða. Fáið tilboð í stærri verk.

Vegglímmiðar - Krums gerir allra handa límmiða og sker út eftir þörfum viðskiptavinarins hverju sinni og þannig fæst eigin útfærslu á vegginn, sem er engum öðrum lík. Ýmsir litir mögulegir. Hafðu samband og ég sendi hvert á land sem er, já og jafnvel út í heim.

Skilti og aðrar auglýsingarvörur - Krums prentar og sker á ál, mdf og gler, allt eftir hver þörfin er. Einnig er hægt að fá áprentaða stóra skiltadúka og auglýsingaborða af ýms tagi. Endilega setjið ykkur í samband við Krums eða kíkið við á vinnustofunni til að fá nánari upplýsingar og athugið hvað við getum gert fyrir þig.


Sale

Unavailable

Sold Out