Um Krums

Það ungur nemur, gamall temurKrums ehf. er einyrkjafyrirtæki staðsett í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Eigandinn og allt í öllu er ég, Hrafnhildur Jóna, grafískur hönnuður og saumakona af guðs náð.

Nafnið Krums er komið frá ömmu minni, Hrafnhildi Jónasdóttur frá Helgastöðum í Reykjadal. Hún var alltaf kölluð Krumma og þaðan tek ég nafnið. Hjá ömmu Krummu er ég uppalin og hún kenndi mér margt og mikið um handverk, kenndi mér að sauma, reyndi að kenna mér að hekla og prjóna en það gekk ekkert of vel en alltaf vorum við eitthvað að bralla og græja og gera. En fyrst og fremst kenndi hún mér að bera virðingu fyrir efninu sem ég væri með í höndunum og nýta það eins vel og mögulegur kostur. Það verð ég henni ævinlega þakklát fyrir, blessuð sé minning elsku ömmu minnar.

M.a. er að finna í vöruúrvali Krums handtöskur, ýmsar vörur til heimilisins, plaköt, ýmislegt fallegt fyrir barnaherbergið og allra handa jólaskraut svo fátt eitt sé nefnt. Einnig nokkrar vörulínur t.a.m. fuglalínuna sem fer sívaxandi, þar eru glasabakkar, hitaplattar og gluggahengi með krumma, kríu, lóu og lunda í nokkrum mismunandi útgáfum.
Krums kappkostar við að bjóða upp á sína eigin hönnun þannig að viðskiptavinir mínir geta verið öruggir að hér er hvorki fjöldaframleiðsla eða verið að apa eftir öllum hinum. 95% af þeim fullunnu vörum sem er að finna í netversluninni er gert að mér á vinnustofunni. Í dag eru vel á 5ta hundrað mismunandi vörur að finna undir merkinu Krums.

Íslenskan er mér hugleikin og því býð ég nánast eingöngu upp á vörur með íslenskri áletrun. Það geri ég til að sporna við erlendum áhrifum á okkar fallega mál.

Einnig vil ég veita persónulega þjónustu og því er upplagt að setja sig í samband við mig í netfangið krumshonnun@gmail.com til að senda fyrirspurnir.

Bestu þakkir fyrir innlitið á vefsíðuna mína og vertu ávallt velkomin að nýju.

Með kveðju
Hrafnhildur Jóna
Eigandi Krums ehf.

Sale

Unavailable

Sold Out

1 kr
457 kr
123.457 kr