Uppsetning á gluggafilmu

Leiðbeiningar

Uppsetning á sandblástursfilmu
Lesið vandlega yfir áður en filman er sett upp.

Sandblástursfilman kemur í tveimur eða þremur lögum, allt eftir hvort skorið er munstur/texti eða ekki. Fyrst kemur hvítur pappír, síðan kemur filman sjálf og síðast er límfilma, ef það er munstur eða texti á filmunni.AÐFERÐ:

  • HREINSIÐ GLERIÐ MJÖG VEL
  • Setjið vatn og tvo dropa af uppþvottasápu í spreybrúsa úðið VEL á glerið þannig að það sé vel blautt.
  • Takið pappírinn af filmunni, passið að filman klessist ekki saman og spreyið VEL á límið á filmunni
  • Setjið filmuna á glerið og stillið af, notið sköfu til að ná öllu vatninu í burtu. Best að byrja efst frá miðju og vinna sig út og niður. Ekki þarf að nota mikinn þunga á sköfuna, betra að fara yfir nokkrum sinnum.

 

  • Eftir ca. 12 - 24 tíma má taka límfilmuna af. Best er að væta hana vel með vatni áður en hún er tekin og best að taka niður með glugganum en ekki út frá honum.

Gangi þér vel og bestu þakkir fyrir viðskiptin.
Sale

Unavailable

Sold Out

1 kr
457 kr
123.457 kr