Vörumerkingar - vörulisti 2020


Hér kynnum við til sögu Vörulistann okkar fyrir árið 2020.
Hér er á ferðinni frábær leið til að koma sínu fyrirtæki á framfæri, búa til endursöluvörur eða gjafir til viðskiptavina. Myndin er prentuð á sérstakann pappír og því næst hitaþrykkt á vöruna sem búið er að meðhöndla sérstaklega til að taka við prentuninni. Þolir vel síendurtekna þvotta.


Vörulisti þessi er fullur af allt að 1000 grunnvörum sem hægt er að merkja og það gefur sig sjálft að Krums liggur ekki með þær á lager. Í langflestum tilfellum er afgreiðslufrestur frá staðfestingu pöntunar 3-4 vikur en í sérstökum tilfellum getum við stytt hann eitthvað. Ferlið er þannig að þú hefur samband við Krums og saman finnum við hvaða vara hentar þínu fyrirtæki, frumhönnun vörunnar getur átt sér stað á þessum tímapunkti. Þegar samkomulagi er náð með vöru og magn er 50% vörunnar greidd til staðfestingar pöntunar og grunnvaran pöntuð. Afhending fullunnar vörur er svo 3-4 vikum síðar.


Sale

Unavailable

Sold Out