#5 Hörlöber í Oatmeal Áttablaðamunsturbekkur
Krums ehf

#5 Hörlöber í Oatmeal Áttablaðamunsturbekkur

Verð áður 4.500 kr 0 kr Verð á einingu stk.
Vsk er innifalinn
Löber í smart Oatmeal lit í 100% herringboneofnu hör. Mjög smart litur sem passar bæði þar sem er grátt og brúnt.
Stóri svarti skrautbekkurinn er gamalt íslenskt munstur sem búið er að teikna upp og setja í nútímalegann búning.  Klassískir litir sem henta hvar sem er.
Stærð 50 x 70 cm

Hör er náttúrefni og því er það ekki alveg fullkomið, það gerir áferðina á því svo fallega og hlýlega. Herringbone munstrið er pínu gróft og því er löberinn þykkur og heldur sér vel á borði þótt eiginleiki hörefnis sé þannig að það er aldrei alveg rennislétt. 
Löberinn á að þvo á 40 gráðum og allra helst á vægu prógrammi. Ekki er gott að vinda hör of mikið og allra best er að hengja löberinn vel rakann upp á snúru og láta þorna þannig. Alltaf skal strauja áþrykkta löbera á röngunni því beinn hiti á munstrið skemmir.


Sale

Unavailable

Sold Out